Hundanámskeið í boði
Hvolpanámskeið
Byrjendanámskeið fyrir alla hvolpa 3ja mánaða og eldri. Námskeiðið stendur yfir í u.þ.b. 7 vikur. Kennt er í bílageymslunni undir Firði í Hafnarfirði 2x í viku (mánudags- og miðvikudagskvöldum). Eitt skipti er kennt á öðru svæði í umhverfisþjálfun. Farið er í grunnæfingar eins og taumþjálfun, innkall, sitja og liggja. Unnið er með samstarfsvilja hundsins og honum kennt að vera í slökun og augnsambandi við stjórnandann. Kennslan er miðuð hverju sinni við aldur og þroska hundanna.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt.
Áður en hvolpur byrjar á námskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo) tvisvar sinnum.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt.
Áður en hvolpur byrjar á námskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo) tvisvar sinnum.
Grunnnámskeið
Byrjendanámskeið fyrir hunda frá 7 mánaða aldri. Námskeiðið stendur yfir í u.þ.b. 7 vikur. Kennt er í bílageymslunni undir Firði í Hafnarfirði 2x í viku (á mánu-og miðvikudagskvöldum). Eitt skipt er kennt úti - umhverfisþjálfun. Farið er í grunnæfingar s.s. taumþjálfun, innkall, sitja og liggja. Unnið er með samstarfsvilja hundsins og honum kennt að slaka á og vera í augnsambandi við stjórnandann. Á grunnnámskeiði eru gerðar meiri kröfur til hundsins en á hvolpanámskeiðum, en allt fer þetta eftir getu hunds og stjórnanda.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt. Áður en hundur byrjar á grunnnámskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo).
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt. Áður en hundur byrjar á grunnnámskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo).
Hlýðni I
Fyrir hunda sem lokið hafa hvolpa- eða grunnnámskeiði. Námskeiðið er 9 verkleg skipti. Kennsla fer fram í bílageymslunni undir Firði í Hafnarfirði (mánudögum eða miðvikudögum). Æft er eftirfarandi: skoða tennur, hælganga í taumi, lauslega farið í lausa hælgöngu en er þó valfrítt, sitja og bíða, sitja í hóp og bíða, standa, hoppa yfir hindrun, innkall og áreitisæfingar. Lögð er áhersla á vinnugleði og samstarfsvilja hundsins.
Á hlýðninámskeiði eru gerðar miklu meiri kröfur til hundsins en á grunnnámskeiði, en allt fer þetta eftir getu hunds og stjórnanda. Til að ná góðum árangri er nauðsynlegt að æfa hundinn daglega af stjórnandanum sem tekur þátt í námskeiðinu. Æfingaferlið fer því eftir getu hundanna.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Á hlýðninámskeiði eru gerðar miklu meiri kröfur til hundsins en á grunnnámskeiði, en allt fer þetta eftir getu hunds og stjórnanda. Til að ná góðum árangri er nauðsynlegt að æfa hundinn daglega af stjórnandanum sem tekur þátt í námskeiðinu. Æfingaferlið fer því eftir getu hundanna.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir (Vala) sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Hlýðni II
Fyrir alla hunda sem lokið hafa hlýðninámskeiði I. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja skerpa á æfingum úr hlýðni I og vinna meira með hundinn lausan á hæl. Kennt verður m.a. að leggjast á göngu, standa á göngu, innkall og standa, sækja og skila, senda hundinn yfir hindrun, fjarlægðarstjórnun og liggja í hópi öðrum hundum. Námskeiðið er 8 verkleg skipti. Kennt er í bílageymslunni undir Firði í Hafnarfirði (mánudags- eða miðvikudagskvöldum).
Til að ná góðum árangri er nauðsynlegt að æfa hundinn daglega af stjórnandanum sem tekur þátt í námskeiðinu. Æfingaferlið fer eftir getu stjórnandans og hundsins.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Til að ná góðum árangri er nauðsynlegt að æfa hundinn daglega af stjórnandanum sem tekur þátt í námskeiðinu. Æfingaferlið fer eftir getu stjórnandans og hundsins.
Skráning fer fram á vefsíðunni, leiðbeinandi er Valgerður Júlíusdóttir sem hefur samband við þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Einstaklings kennsla
Boðið er upp á einkatíma fyrir þá sem óska eftir. Sá tími er algjölega einstaklingsmiðaður og stjórnast af þörf hundaeigandans. Allir sem tengjast hundinum eru velkomnir. Best er að hafa samband við Völu í gegnum tölvupóst þar sem allar upplýsingar um viðfangsefnið er dregið fram. Vala verður síðan í sambandi til að taka næstu skref. Hægt að senda tölvupóst á [email protected]